Jólakakó Álklasans verður haldið á Tæknisetri, Árleyni 8, fimmtudaginn 11. desember kl. 14:30-16:00
Á dagskrá eru ýmisleg áhugaverð erindi, kökur, heimagert súkkulaði og jólaskapið! Vonumst til að sjá sem flesta!
Vikuna 22-27 september fór klasinn í ferðalag til Kanada þar sem hjarta Norður-Amerísks áliðnaðar, Québec, var heimsótt. Tuttugu manns tóku þátt í ferðalaginu, en tvö álver, ýmis fyrirtæki, rannsóknarstofnanir og háskóli voru heimsótt.
Nýsköpunarmót Álklasans 2025 var haldið í HR fimmtudaginn 13. mars síðastliðinn. Frábær dagskrá var á viðburðinum þar sem umfjöllunarefnin voru allt frá sögulegum ágripum af Álframleiðslu yfir í fjallabifreiðar framtíðar! Í lok móts voru svo viðurkenningar færðar fjórum nemendaverkefnum tengd geiranum fyrir framúrskarandi árangur.