Álvit ehf. hlaut nýlega tvenn alþjóðleg gullverðlaun fyrir einkaleyfislausnir Álvits á alþjóðlegu ARCA hugverka og nýsköpunar sýningunni, 16.-18. október 2025 í Zagreb Króatíu, eftir að Álvit var tilnefnt fyrir Íslands hönd til þessara alþjóðlegu hugverka- og nýsköpunarverðlauna.
Jólakakó Álklasans verður haldið á Tæknisetri, Árleyni 8, fimmtudaginn 11. desember kl. 14:30-16:00
Á dagskrá eru ýmisleg áhugaverð erindi, kökur, heimagert súkkulaði og jólaskapið! Vonumst til að sjá sem flesta!
Vikuna 22-27 september fór klasinn í ferðalag til Kanada þar sem hjarta Norður-Amerísks áliðnaðar, Québec, var heimsótt. Tuttugu manns tóku þátt í ferðalaginu, en tvö álver, ýmis fyrirtæki, rannsóknarstofnanir og háskóli voru heimsótt.