Nýsköpunarmót Álklasans 2025 var haldið í HR fimmtudaginn 13. mars síðastliðinn. Frábær dagskrá var á viðburðinum þar sem umfjöllunarefnin voru allt frá sögulegum ágripum af Álframleiðslu yfir í fjallabifreiðar framtíðar! Í lok móts voru svo viðurkenningar færðar fjórum nemendaverkefnum tengd geiranum fyrir framúrskarandi árangur.
Nýsköpunarmót Álklasans verður haldið í stofu M208 í Háskólanum í Reykjavík, fimmtudaginn 13. mars frá kl. 14:00 - 16:00. Að mótinu standa Háskólinn í Reykjavík, Háskólinn Íslands, Samtök iðnaðarins, Samál og Álklasinn.
Nýsköpunarmótið er opið öllum. Þátttakendur sem ætla að mæta á staðinn eru hvattir til að skrá sig á viðburðinn hér https://www.si.is/upplysing.../a-dofinni/skraning/nanar/2110
Streymt verður af viðburðinum hér - https://vimeo.com/event/4979940
Jólafundur Álklasans 2024 var haldinn á Tæknisetri fimmtudaginn 12. desember. Fundargestir hittust í lok vinnudags og komu sér í jólaskapið með heimagerðu heitu súkkulaði og smákökum á meðan hlýtt var á áhugaverða og fjölbreytta fyrirlestra.