Lýsing á þörf:
Álver leggja mikla áherslu á mikla og góða fræðslu fyrir starfsmenn sína, þjónustuaðila og gesti áður en viðkomandi fær heimild til þess að fara um svæði álverann, enda eru framleiðslusvæðin flókin og varasöm þeim sem illa þekkja til. App um fræðslumál gæti nýst vel til þess að viðhalda kunnáttu og koma að nýjum ábendingum og færni.
Verkefnishugmynd:
Að þróa app fyrir fræðslumál Álvera. Vinna þyrfti verkefnið í góðu samstarfi við starfandi Álver til þess að tryggja að það myndi nýtast sem best starfsfólki og gestum á hverjum stað. Þó mætti ætla að þegar grunnvinna fyrir eitt álver væri unnin mætti hæglega útfæra nýja útgáfu fyrir aðrar starfstöðvar og jafnvel að álverum erlendis.
Tengiliður:
Arthur Guðmundusson, Rio Tinto Ísland, (arthurgu@riotinto.com)