Hugmyndagáttin er hugsuð fyrir háskólanema sem eru að leita sér að hugmyndum um lokaverkefni eða sumarverkefni.
Kveikjan að þessari gátt kviknaði í samtali klasameðlima frá háskólaumhverfinu og iðnaðinum, þar kom fram að góðan vettvang vantaði til þess að miðla verkefnahugmyndum milli iðnaðar og háskólanna.
Hugmyndirnar mega vera stórar og smáar og munu starfsmenn háskóla og rannsóknastofnanna geta aðstoðað og leiðbeint nemum varðandi nálgun og útfærslu verkefnanna.
Ef þið vitið um áhugavert nemendaverkefni sem tengist áliðnaði má tilnefna það til hvatningarviðurkenningar Álklasans, sem veitt eru árlega á Nýsköpunarmóti Álklasans.
Tilnefning til Hvatningarverðlauna