Nýsköpunarmót Álklasans er haldið árlega til skiptis í Háskóli Íslands og Háskólanum í Reykjavík. Á mótinu hittast sérfræðingar innan áliðnaðarins og áhugasamir og hlýða á erindi um verkefni, strauma og stefnur í áliðnaðnum. Í lok hvers móts eru viðurkenningar veittar nemendum sem unnið hafa góð áltengd verkefni í sínu námi.

Hér má sjá viðurkenningarhafa fyrri ára:

2024

Guðlaug Geirsdóttir fékk viðurkenningu fyrir Mastersverkefni sitt í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands sem ber nafnið Greining viðskiptamódels koltvísýringsfyrirtækja. Í verkefni sínu kannaði og kortlagði Guðlaug mótvægisaðgerðir koltvísýringsfyrirtækja við losun og þær lausnir sem þau bjóða, en rannsóknin veitir gagnlegar upplýsingar um þeirra starfsemi og um leið innsýn í atvinnugreinina á Íslandi í heild.

Brandon Velasquez doktorsnemi við Háskólann í Reykjavík fékk viðurkenningu fyrir verkefni sitt Adaptation of Aluminum Reduction Cell for CSS þar sem hann þróaði hermunarlíkön af Hall-Héroult álframleiðsluferlinu til þess að kanna möguleikann á föngun á koltvísýringi frá álframleiðslu.

Að lokum fékk Mehdi Maghsoudi doktorsnemi við Háskóla Íslands viðurkenningu fyrir rannsóknar sínar hjá HÍ og nýsköpunarfyrirtækinu DTE, en verkefni hans er titlað sem Mapping Binary and Ternary Phase Diagrams Using Laser-Induced Breakdown Spectroscopy of Liquid Metal. Í rannsóknum sínum hefur Mehdi unnið að því að betrumbæta tækni DTE sem framleiðir efnisgreiningarbúnað fyrir málmiðnaðinn.

2023

Arnar Guðnason fékk viðurkenningu fyrir meistaraverkefni sitt við Háskóla Íslands, sem ber titilinn „Digital Transformation in the Aluminum Industry – from an Innovation Ecosystem perspective“, en þar rannsakaði hann hvernig lykilstarfshópar í áliðnaði geta haft áhrif á framvindu nýsköpunar.  

Daníel Þór Gunnarsson, meistaranemi við Háskólann í Reykjavík fékk viðurkenningu fyrir rannsóknarverkefni sitt sem lýtur að framleiðslu á áli með eðalskautum, en það er ein af þeim leiðum sem eru til skoðunar til að gera áliðnaðinn kolefnishlutlausan. Yfirskrift verkefnisins er „Bestun á rekstrarparametrum í eðalskautakerjum fyrir álframleiðslu“.

Doktorsneminn Hákon Valur Haraldsson við Háskólann í Reykjavík fékk viðurkenningu fyrir verkefni sitt „MHD hermun á ljósboga í kísilframleiðsluferli“, en hann vinnur að hönnun forrits til þess að spá fyrir um hegðun ljósboga í kísilframleiðsluofnum og nýta það til að minnka kolefnisspor framleiðslunnar.

Að lokum fengu Júlía Huang og Heiðar Snær Ásgeirsson, B.Sc. nemar við Háskóla Íslands viðurkenningu fyrir verkefni sitt „Nýting úrgangsefna sem afoxara í kísiljárnframleiðslu“ en verkefni þeirra gek út á þróun á kögglunartækni með áherslu á að endurnýta kolaryk íslenskra álvera, kerbrot og plastúrgang, yfir í afoxara fyrir kísilmálmiðnað.

 

2022

Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, Háskólanum í Reykjavík - Design of a Digital Twin for Metalflow in Alcoa’s Fjarðaáls aluminum smelter, with an emphasis on physical entities and data. 

Kamaljeet Singh, Háskólanum í Reykjavík  - Fundamental mechanisms in inert anode systems.

Jóhanna Lóa Ólafsdóttir og Ragnar Loki Ragnarsson, Háskóla Íslands - Nýr umhverfisvænn kragasalli.

Lingxue Guan, Háskóla Íslands  - Integrating pressure retarded osmosis with direct CO2 capture process for electricity production and decarbonization. 

 

2021

Aðalsteinn Bragason, Ingvar Birgir Jónsson og Sverrir Ólafsson, frá Stóriðjuskóla Ísal - Straummælingar skauta framkvæmdar úr skautskiptitækjum. 

Áslaug Guðmundsdóttir, frá Háskóla Íslands - Straummælingar forskauta í kerskálum álvera. 

Berglind Höskuldsdóttir, frá Háskólanum í Reykjavík - Innleiðing á rauntímaefnagreiningu í kerskála álvers. 

Diljá Heba Petersen, frá KTH og Háskóla Íslands - Í átt að hringrásarhagkerfi: Meðhöndlun úrgangs í íslenskum orkufrekum iðnaði. 

Sarah Elizabeth Di Bendetto, frá Háskólanum í Reykjavík - Hermun á loftstreymi og varmaflutningi undir yfirbyggingu rafgreiningarkers fyrir álframleiðslu.

 

2019

Caroline Mary Medion frá Háskólanum í Reykjavík - Improving Current Efficiency in L-T Aluminum Electrolysis with Vertical Inert Electrodes. 

Diljá Heba Petersen frá Háskóla Íslands - Endurnýtingarmöguleikar slaggs frá kísiljárnframleiðslu. 

Eymar Andri Birgisson frá Háskólanum í Reykjavík - Sjálfvirknivæðing á kerviðgerðum með tölvusjón. 

Hinrik Már Rögnvaldsson frá Háskóla Íslands - Flokkunarmódel planaðrar áltöku. 

 

2018

Kevin Dillman frá Háskóla Íslands - LCA greining á íslenskri álframleiðslu.  

Leó Blær Haraldsson frá Háskólanum í Reykjavík - Hitaveita með varmaendurvinnslu frá Fjarðaál,  Fýsileikagreining. 

Matthías Hjartarson frá Háskólanum í Reykjavík - Machine learning for detection of Cryolite electrolyte residue on dark surfaces, in an uncontrolled environment.

Regína Þórðardóttir frá Háskóla Íslands - Kortlagning á framleiðsluúrgangi sem fellur til innan áliðnaðar.