Lýsing á þörf:
Mikill árangur hefur náðst á skömmum tíma varðandi föngun og endurnýtingu CO2 við jarðvarmavinnslu hér á landi, þá eru einnig sífelldar framfarir í þessum geira á alþjóðlega vísu. Áliðnaðurinn vill gjarnan draga úr útblæstri CO2 og því áhugavert að skoða hvort þessar aðferðir séu hagkvæmar hér.
Verkefnishugmynd:
Verkefnið þyrfti að taka fyrir ákveðna aðferð og svara eftirfarandi spurningum til þess að hægt væri að átta sig á fýsileika þessarar lausnar.
Er þetta tæknilega hægt?
Eru réttu aðstæður fyrir hendi?
Eru einhverjar tæknilegar breytingar sem þyrfti til til þess að hægt væri að fanga CO2 í nægilega miklum styrk?
Tengiliður:
Arthur Guðmundusson, Rio Tinto Ísland, (arthurgu@riotinto.com)