Mikil uppbygging hefur orðið í áliðnaði á undanförnum áratugum og stóriðju vaxið fiskur um hrygg með kísilverum og álþynnuverksmiðju. Þó að fyrirtækin séu fá eru þau öflug á alþjóðavísu og nægir að benda á að Ísland er annað stærst í álframleiðslu í Evrópu á eftir Noregi. Þessi uppbygging hefur rennt stoðum undir öflugan álklasa þar sem hundruð fyrirtækja selja vörur og þjónustu til þessara fyrirtækja. Kynnt verður nýútkomin skýrsla um útflutningstækifæri fyrirtækja sem starfa innan álklasans á Íslandi. Skýrslan er unnin af Magnúsi Júlíussyni í samstarfi við Íslandsstofu, Álklasann og Samál.
Boðað er til morgunverðarfundar hjá Íslandsstofu þriðjudaginn 10. september, kl. 8:30 – 10:00.
DAGSKRÁ:
Opnunarávarp
Karl Guðmundsson, forstöðumaður sviðs Útflutnings hjá Íslandsstofu fer stuttlega yfir hlutverk og starfsemi Íslandsstofu og samstarf við atvinnulífið.
Álklasinn á Íslandi – Útflutningstækifæri
Magnús Júlíusson skýrsluhöfundur, kynnir skýrsluna, niðurstöður hennar og tækifæri fram undan.
Pallborð og umræður
Þátttakendur í pallborði: Skapti Valsson (HRV), Karl Ágúst Matthíasson (DTE) og Karl Guðmundsson (Íslandsstofu).
Fundarstjóri: Guðbjörg Óskarsdóttir, Álklasanum
Fundurinn fer fram í húsakynnum Íslandsstofu, Sundagörðum 2, 104 Reykjavík og er öllum opinn. Skráning er þó nauðsynleg. Nánari upplýsingar veitir Ingveldur Ásta Björnsdóttir