09.05.2018
Aðalfundur Álklasans var haldinn í morgun. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstöf. Fundurinn samþykkti 10% hækkun á aðildargjöldum klasans en klasagjöld hafa verið óbreytt frá stofnun klasans 2015. Í framhaldi af hefðbundnum aðalfundarstörfum var farið yfir það helsta af liðnu starfsári og tilkynnt um fyrirhugaða ferð klasans norður í haust þar sem til stendur að heimsækja Becromal og PCC. Þá er einnig til skoðunar að fara með fyrirtækjum klasans til Kanada í byrjun næsta árs, en kanadísk álklasafyrirtæki heimsóttu einmitt Ísland fyrr á árinu.