02.12.2015
Rannís bauð Álkasanum í kaffispjall í nýjum húsakynnum í Borgartúni. Farið var yfir áherslur Tækniþróunarsjóðs og greint frá því að breytinga sé að vænta fyrir næsta umsóknarfrest þar sem aukin fjölbreytni verði í boði varðandi tegundir styrkja. Þannig verði m.a. aukin áhersla á hagnýtar rannsóknir. Nýtt umsóknar form fyrir allar tegundir styrkja hjá Tækniþróunarsjóði verður sett fram hjá Rannís og er það væntanlegt í byrjun janúar.