Nýsköpunarmót Álklasans verður haldið 23. febrúar kl. 14.00–16:00 í hátíðarsalnum í aðalbyggingu Háskóla Íslands.
Erindi flytja:
- Pétur Blöndal, framkvæmdarstjóri Samáls „Nýsköpun verður ekki til í tómarúmi“
- Hilmar Janusson, forseti Verkfræði og náttúruvísindasviðs „Hugvit og ál“
- Jón Ásgeirsson, Transformation Lead – ISAL „Munar um hugvit í álveri – í alvöru?“
- Guðrún Sævarsdóttir, forseti Tækni og verkfræðideildar „Rannsóknir og nýsköpun - góður rekstur í þágu umhverfis“
- Gestur Pétursson, forstjóri Elkem á Íslandi „Umhverfismarkmið dagsins í dag eru hvati fyrir verðmætasköpun“
- Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdarstjóri AMS „Hvert er hlutverk AMS? (Aluminiumindustriens Miljøsekretariat)“
- Ari Arnórsson, verkefnastjóri Ísar „Áframvinnsla áls – íslenskar bílasmíðar“
Í kaffihléi verður afhjúpað íslenskt álfarartæki. Eftir það verða örerindi um nýsköpunar- og þróunarverkefni tengd álklasanum. Þá opnar Guðbjörg Óskarsdóttir, klasastjóri, Hugmyndagátt Álklasans og boðið verður upp á léttar veitingar.
Fundarstjóri er Davíð Lúðvíksson, stefnumótun og nýsköpun, Samtökum iðnaðarins.