Morguninn 14. september flaug hópur frá Álklasanum austur til Egilstaða. Stefnan var tekin á Reyðarfjörð þar sem framkvæmdastjórn Fjarðaáls beið okkur. Við fengum frábæra kynningu á álverinu og fyrirtækinu og fórum svo í skoðunarferð um verið undir leiðsögn Smára, Maríu, Kristins, Ásgríms og Júlíusar. Eftir frábæra kynningu, skoðunarferð og hádegismat var stefnan tekin í Launafl þar sem Magnús og Kenneth tóku vel á móti okkur. Við skoðuðum báðar starfstöðvar Launafls og kynntumst sögu fyrirtækisins.
Eftir skoðunarferðirnar á Reyðarfirði var aftur keyrt til Egilsstaða. Þar var stefnan tekin í Vök Baths þar sem hópurinn átti góða stund saman, slakaði á í laugunum og fékk sér kvöldverð áður en heim var haldið.
Álklasinn þakkar kærlega öllum þátttakendum í ferðinni sem og Alcoa Fjarðaáli og Launafli fyrir að taka vel á móti okkur!