Fjölmennur hópur hittist í Straumsvík fimmtudaginn 3. október en tilefnið var haustferð Álklasans. Rio Tinto tók vel á móti hópnum en Bjarni Már samskiptastjóri sagði frá sögu álversins en gaman er að segja frá því að hún er nátengd iðnaðarsögu Íslands. Að kynningu og hádegisverði loknu vorum við leidd í skoðunarferð um álverið þar sem við fengum að sjá framleiðsluna í fullum gangi.
Að skoðunarferð lokinni fengum við kynningu á Coda Terminal verkefni Carbfix sem er nátengt Straumsvík en fyrirhugað er að landa fljótandi koltvíoxíði á höfninni í straumsvík þaðan sem það yrði svo flutt til niðurdælingar.
Ferðin endaði svo í frábærri baðferð í Sky Lagoon. Klasinn þakkar Rio Tinto sérstaklega fyrir móttökurnar sem og Carbfix fyrir skemmtilegan fyrirlestur.