01.06.2023
Miðvikudaginn 31.5.2023 bauð Álklasinn meðlimum sýnum uppá skoðunarferð til Norðuráls. Tæplega fjörutíu gestir komu saman og fengu afar góðar móttökur frá Norðuráli. Karítas Jónsdóttir, sérfræðingur í öryggis- og umhverfismálum fór fyrir móttökunni og sagði okkur frá starfsemi, gildum og áformum fyrirtækisins. Eftir góða kynningu og hádegisverð var skipt í hópa og fóru gestir með fríðu föruneyti í gegnum ker- og steypuskála Norðuráls, þar sem lengsta bygging landsins finnst.
Við viljum þakka Norðuráli fyrir frábærar móttökur og virkilega skemmtilegan dag!