Jólafundur Álklasans 2024 var haldinn á Tæknisetri fimmtudaginn 12. desember. Fundargestir hittust í lok vinnudags og komu sér í jólaskapið með heimagerðu heitu súkkulaði og smákökum á meðan hlýtt var á áhugaverða og fjölbreytta fyrirlestra.
Baldur Malmberg hjá Rio Tinto sagði frá innri endurvinnslu gjalls í álverinu í Straumsvík þar sem Rio Tinto hefur náð miklum árangri í að endurvinna gjall og gera það að verðmætum. Daníel Þór Gunnarsson hjá tæknisetri talaði um eðalrafskautaverkefnin sem eru í gangi á setrinu. Antonio Prudencio hjá DTE sagði frá rannsóknum DTE á því að nota bór til þess að fella út aukaefni í framleiðslu á rafmagnsvírum úr áli. Að lokum talaði Dagur Ingi Ólafsson hjá Tæknisetri um endurvinnsluverkefni á sviði þrívíddarprentunar hjá setrinu.