10.11.2015
Pétur Blöndal frá Samál, Guðbjörg Hrönn Óskarsdóttir klasastjóri Álklasans, Hallveig Höskuldsdóttir verkefnisstjóri Kortlagningarverkefnis og Andri Marteinsson frá Íslandsstofu.
Álklasinn, Íslandsstofa og Samál vinna nú að samstarfsverkefni sem felst í því að kortleggja þau fyrirtæki sem starfa á sviði áliðnaðar. Íslandsstofa hefur á undanförnum misserum unnið sambærilegar úttektir á öðrum atvinnugreinum sem reynst hafa góður grunnur til að þjónusta fyrirtækin betur. Markmið verkefnisins er að greina stöðu fyrirtækja sem starfa á sviði áliðnaðar á Íslandi í dag og fá yfirsýn yfir hindranir, möguleg samstarfsverkefni og þau sóknarfæri sem eru í sjónmáli fyrir útflutning. Verkefnisstjóri er Hallveig Höskuldsdóttir. Nánari upplýsingar um verkefnið veitir Andri Marteinsson hjá Íslandsstofu.