Nýsköpunarmót Álklasans 2023 verður haldið í Háskólanum í Reykjavík þriðjudaginn 28. mars kl. 14-16 í stofu M101. Á viðburðinum munu sérfræðingar innan álgeirans flytja áhugaverð erindi ásamt því að nemendur sem hafa unnið góð verkefni á sviði áls hljóta hvatningarviðurkenningar. 

Skráningu á viðburðinn má nálgast hér - Nýsköpunarmót Álklasans 2023

Við hvetjum alla áhugasama til þess að koma!

Dagskrá:

  • Opnun viðburðar

Ágúst Valfells, forseti verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík
Sigurður Magnús Garðarsson, forseti verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands

  • Þrjár víddir álframleiðslu í Þýskalandi

Roman Düssel, deildarstjóri rafgreiningar hjá Trimet

  • Reglunarafl frá álverum

Eyrún Linnet, stofnandi og stjórnarformaður Snerpa Power

  • Kaffihlé
  • Örerindi

Rúnar Unnþórsson, prófessor við Háskóla Íslands: Áljóna rafhlöðusellur - niðurstöður notkunarprófana
Christiaan Richter, prófessor við Háskóla Íslands: Aluminum as hydrogen source
Erna Sif Arnardóttir, dósent við Háskólann í Reykjavík: The importance of sleep for shift workers
Anna Sigríður Islind, dósent við Háskólann í Reykjavík: Improved shift system at Alcoa
Kristján Leósson, vísindastjóri DTE: Recent developments at DTE
Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir, prófessor við Háskólann í Reykjavík: SisAl verkefnið, verðmæti úr úrgangsefnum        

  • Afhending nemendaviðurkenninga og kynning á nemendaverkefnum


Í lok dagskrár verður boðið upp á léttar veitingar.