Álklasinn hefur fengið í lið með sér KPMG og Nýsköpunarmiðstöð Íslands og boðar til Nýsköpunaráskorunar. Þarna verða fróðleg erindin sem nýtast ættu fyrirtækjum hvort sem þau eru nú þegar að vinna að nýsköpun og að nýta sér þann stuðning sem í boði sem og fyrirtæki sem hingað til hafa ekki talið sig vera í þeim hópi.  Á fundinum verða kynningar frá KPMG og Nýsköpunarmiðstöð Íslands þar sem velt verður upp eftirfarandi spurningum og leitast við að svara þeim. 

Er þitt fyrirtæki óafvitandi með endurgreiðsluhæft verkefni í gangi?
Er þitt fyrirtæki óafvitandi í bullandi nýsköpun?
Hvar liggja tækifæri til uppbyggingar og vaxtar hjá þínu fyrirtæki?
Hvaða leiðir eru vænlegar til fjármögnunar á þróunarverkefnum?

KPMG mun leggja áherslu á að ræða tækifæri til fjármögnunar, skattafrádráttar og/eða endurgreiðslu kostnaðar og Nýsköpunarmiðstöð Íslands mun leggja áherslu á nýsköpun í starfandi fyrirtækjum og hvar tækifæri til nýsköpunar hjá fyrirtækjum liggja, m.a. með því að kynna alþjóðlegt matskerfi fyrirtækja sem heitir Innovation Helth Check.  

 Skráning