06.12.2024
21-22. nóvember komu rúmlega 30 félagsmenn saman sem fulltrúar hátt í 20 fyrirtækja og lögðu línurnar að framtíðarsýn Álklasans til ársins 2030. Framtíðarsýnin var mótuð á tveggja daga stefnumótunarfundi hjá Cowi undir leiðsögn Davíðs Lúðvíkssonar.
Á fundinum voru ýmis markmið um forsendur og árangur sett fram og áhersluverkefni mótuð til þess að raungera þá framtíðarsýn sem fundaraðillar sáu fyrir sér. Álklasinn þakkar þátttakendum innilega fyrir tímann og vinnuna sem lögð var í stefnumótunina. Klasinn þakkar Cowi svo sérstaklega fyrir að bjóða fram aðstöðu fyrir fundarhaldið.
Nú er unnið að því að setja framtíðarsýnina fram í stuttu máli í bækling, sem gefinn verður út á næstunni til þess að skýra betur frá markmiðum klasans!