24.02.2017
Yfir hundrað manns sóttu fyrsta Nýsköpunarmót Álklasans sem haldið var í samstarfi við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Samtök Iðnaðarins og Samál. Á mótinu voru erindi um nýsköpun og þróun í áliðnaðinum frá ýmsum hornum og þá var opnuð hugmyndagátt Álklasans sem finna má hér á vefsíðu klasans og er ætlað að gera hugmyndir að nemendaverkefnum á háskólastigi aðgengilegri.