16.06.2017
Velheppnuð vorferð Álklasans að baki. Að þessu sinni heimsóttum við Austurland, skoðuðum Fjarðaál og Fljótsdalsstöð, kynntumst fjölbreyttri starfsemi austfirskra fyrirtækja svo sem, Launafli, Brammer, Sjónarási, Lostæti og VHE og Austurbrú. Þá nutum austfirskrar gestrisni í Snæfellsstofu og að Skriðuklaustri. Bestu þakkir til Alcoa, Landsvirkjunar, Brammer, Samtaka iðnaðarins og Samáls fyrir þeirra framlag.