Jólafundur Álklasans 2024 var haldinn á Tæknisetri fimmtudaginn 12. desember. Fundargestir hittust í lok vinnudags og komu sér í jólaskapið með heimagerðu heitu súkkulaði og smákökum á meðan hlýtt var á áhugaverða og fjölbreytta fyrirlestra.
Fimmtudaginn 3. október síðastliðinn fór Álklasinn í sína árlegu Haustferð. Í ár var ferðinni heitið til Rio Tinto í Straumsvík þar sem vel var tekið á móti okkur með skemmtilegum kynningum, góðum mat og skoðunarferð um álverið. Eftirá fengum við svo áhugaverða kynningu frá Carbfix um Coda Terminal verkefnið áður en haldið var í Sky Lagoon þar sem ferðinni lauk.
Nýsköpunarmót Álklasans var haldið í sjöunda skipti í Hátíðarsal Háskóla Íslands fimmtudaginn 14. mars. Mörg áhugaverð erindi voru á dagskrá sem sneru að framleiðsluferlum fortíðar og framtíðar, lausnum nýsköpunarfyrirtækja og þeim áskorunum sem verið er að tækla í ál- og kísiliðnaðinum hér á landi og erlendis.