14.10.2024
Fimmtudaginn 3. október síðastliðinn fór Álklasinn í sína árlegu Haustferð. Í ár var ferðinni heitið til Rio Tinto í Straumsvík þar sem vel var tekið á móti okkur með skemmtilegum kynningum, góðum mat og skoðunarferð um álverið. Eftirá fengum við svo áhugaverða kynningu frá Carbfix um Coda Terminal verkefnið áður en haldið var í Sky Lagoon þar sem ferðinni lauk.
Lesa meira
18.03.2024
Nýsköpunarmót Álklasans var haldið í sjöunda skipti í Hátíðarsal Háskóla Íslands fimmtudaginn 14. mars. Mörg áhugaverð erindi voru á dagskrá sem sneru að framleiðsluferlum fortíðar og framtíðar, lausnum nýsköpunarfyrirtækja og þeim áskorunum sem verið er að tækla í ál- og kísiliðnaðinum hér á landi og erlendis.
Lesa meira
28.02.2024
Nýsköpunarmót Álklasans 2024 verður haldið í Hátíðarsal Háskóla Íslands fimmtudaginn 14. mars kl. 14-16.
Lesa meira
14.12.2023
Jólafundur Álklasans 2023 var haldinn á Tæknisetri miðvikudaginn 13. desember. Boðið var uppá heimagert heitt súkkulaði og ýmislegt gómsætt með því.
Lesa meira
18.09.2023
Álklasinn fór í sína fyrstu haustferð síðan að covid faraldurinn hófst. Miðvikudaginn 14. september var flogið til Egilstaða um morguninn þar sem að rúta tók á móti okkur og keyrði austur til Reyðarfjarðar. Þar fengum við frábæra skoðunarferð um Fjarðaál og Launafl. Eftir skoðunarferðirnar var farið í Vök Baths á Egilstöðum þar sem hópurinn átti góða stund.
Lesa meira
15.06.2023
Sumarfundur Álklasans var haldinn í fyrsta skipi 14. júní síðastliðinn. Viðburðurinn var haldinn í framhaldi af ársfundi klasans. Ellefu erindi voru haldin á ráðstefnunni, hvert öðru áhugaverðara.
Lesa meira
09.06.2023
Álklasinn stendur fyrir lítilli ráðstefnu miðvikudaginn 14. júní á Tæknisetri klukkan 9:45-15:30. Fjallað verður um verkefni, rannsóknir og þróun tengt ál- og kísiliðnaði, en fengnir hafa verið tveir sérfræðingar frá Kanada til þess að koma og flytja erindi.
Lesa meira
01.06.2023
Álklasinn og Norðurál stóðu nýverið fyrir heimsókn til Norðuráls þar sem gestir fengu kynningu á starfsemi fyrirtækisins ásamt því að fá að rölta um starfsstaðinn, sjá framleiðsluna og lengstu byggingu á Íslandi.
Lesa meira
30.03.2023
Nýsköpunarmót Álklasans var nýlega haldið í Háskólanum í Reykjavík, þriðjudaginn 28. mars. Á meðal umfjöllunarefna voru rannsóknir á álrafhlöðum, svefnrannsónir á vaktastarfsfólki og nýjungar í endurvinnslu á áli og úrgangsefnum í ál- og kísiliðnaði. Auk erinda voru Hvatningarviðurkenningar veittar nemendum sem höfðu unnið góð verkefni á sviði ál- og kísiliðnaðar.
Lesa meira
17.03.2023
Nýsköpunarmót Álklasans 2023 verður haldið í Háskólanum í Reykjavík þriðjudaginn 28. mars kl. 14-16 í stofu M101.
Lesa meira