Nýsköpunarmót Álklasans 2025

Nýsköpunarmót Álklasans verður haldið í stofu M208 í Háskólanum í Reykjavík, fimmtudaginn 13. mars frá kl. 14:00 - 16:00. Að mótinu standa Háskólinn í Reykjavík, Háskólinn Íslands, Samtök iðnaðarins, Samál og Álklasinn. Nýsköpunarmótið er opið öllum. Þátttakendur sem ætla að mæta á staðinn eru hvattir til að skrá sig á viðburðinn hér https://www.si.is/upplysing.../a-dofinni/skraning/nanar/2110
Lesa meira

Jólafundur Álklasans 2024

Jólafundur Álklasans 2024 var haldinn á Tæknisetri fimmtudaginn 12. desember. Fundargestir hittust í lok vinnudags og komu sér í jólaskapið með heimagerðu heitu súkkulaði og smákökum á meðan hlýtt var á áhugaverða og fjölbreytta fyrirlestra.
Lesa meira

Stefnumótun Álklasans 2024

Stefnumótun Álklasans fór fram í Cowi dagana 21-22. nóvember, þar sem línurnar voru lagðar að framtíðarsýn Álklasans til ársins 2030.
Lesa meira

Haustferð Álklasans 2024

Fimmtudaginn 3. október síðastliðinn fór Álklasinn í sína árlegu Haustferð. Í ár var ferðinni heitið til Rio Tinto í Straumsvík þar sem vel var tekið á móti okkur með skemmtilegum kynningum, góðum mat og skoðunarferð um álverið. Eftirá fengum við svo áhugaverða kynningu frá Carbfix um Coda Terminal verkefnið áður en haldið var í Sky Lagoon þar sem ferðinni lauk.
Lesa meira

Framtíð og framþróun á Nýsköpunarmóti Álklasans 2024

Nýsköpunarmót Álklasans var haldið í sjöunda skipti í Hátíðarsal Háskóla Íslands fimmtudaginn 14. mars. Mörg áhugaverð erindi voru á dagskrá sem sneru að framleiðsluferlum fortíðar og framtíðar, lausnum nýsköpunarfyrirtækja og þeim áskorunum sem verið er að tækla í ál- og kísiliðnaðinum hér á landi og erlendis.
Lesa meira

Nýsköpunarmót Álklasans 2024

Nýsköpunarmót Álklasans 2024 verður haldið í Hátíðarsal Háskóla Íslands fimmtudaginn 14. mars kl. 14-16.
Lesa meira

Jólafundur Álklasans 2023

Jólafundur Álklasans 2023 var haldinn á Tæknisetri miðvikudaginn 13. desember. Boðið var uppá heimagert heitt súkkulaði og ýmislegt gómsætt með því.
Lesa meira

Haustferð Álklasans 2023

Álklasinn fór í sína fyrstu haustferð síðan að covid faraldurinn hófst. Miðvikudaginn 14. september var flogið til Egilstaða um morguninn þar sem að rúta tók á móti okkur og keyrði austur til Reyðarfjarðar. Þar fengum við frábæra skoðunarferð um Fjarðaál og Launafl. Eftir skoðunarferðirnar var farið í Vök Baths á Egilstöðum þar sem hópurinn átti góða stund.
Lesa meira

Frábær erindi og umræður á Sumarfundi Álklasans

Sumarfundur Álklasans var haldinn í fyrsta skipi 14. júní síðastliðinn. Viðburðurinn var haldinn í framhaldi af ársfundi klasans. Ellefu erindi voru haldin á ráðstefnunni, hvert öðru áhugaverðara.
Lesa meira

Sumarfundur Álklasans 2023

Álklasinn stendur fyrir lítilli ráðstefnu miðvikudaginn 14. júní á Tæknisetri klukkan 9:45-15:30. Fjallað verður um verkefni, rannsóknir og þróun tengt ál- og kísiliðnaði, en fengnir hafa verið tveir sérfræðingar frá Kanada til þess að koma og flytja erindi.
Lesa meira